Enski boltinn

Leiðir Blackburn og Diouf skiljast - allir ánægðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er sjaldan lognmolla þegar Diouf er annars vegar.
Það er sjaldan lognmolla þegar Diouf er annars vegar. Nordic Photos / AFP
Senegalinn El Hadji Diouf hefur verið leystur undan samningi hjá félagi sínu Blackburn Rovers. Félagið komst að samkomulagi við Diouf þess efnis í gærkvöld og framherjinn getur hafið leit sína að nýju félagi.

„Dioufy hefur yfirgefið félagið. Ég tel okkur hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum í gærkvöld,“ segir Steve Kean, stjóri Blackburn, á vefsíðu félagsins.

Diouf hefur verið á milli tannanna á fólki allt frá því hann gekk til liðs við Liverpool árið 2002 eftir fína frammistöðu á heimsmeistaramótinu sama ár. Hann er sem stendur í fimm ára banni frá aðkomu að knattspyrnu í heimalandi sínu fyrir að segja afríska knattspyrnu gjörspillta.

Kean hafði gefið út að Diouf væri ekki í framtíðarplönum sínum. Diouf hafði sömuleiðis líst því yfir að hann vildi komast frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×