Fótbolti

Flóð af norskum fánum á Ullevål í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norska landsliðið á von á góðum stuðningi í kvöld.
Norska landsliðið á von á góðum stuðningi í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Í gær var búið að koma fyrir norskum fána hjá hverju einasta sæti á Ullevål-leikvanginum í Osló, þar sem viðureigna heimamanna gegn Íslandi fer fram í kvöld.

Leikvangurinn tekur 25.572 manns í sæti og er löngu uppselt á leikinn. Mikil og góð stemning er fyrir norska landsliðinu hér ytra enda gengi liðsin verið frábært að undanförnu og liðið í 12. sæti á styrkleikalista FIFA.

Það má því búast við mikilli stemningu á leiknum í kvöld og að áhorfendastúkan verði nánast þakin norsku fánalitunum. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×