Harald Hunsbedt verður einn rúmlega 25 þúsund Norðmanna á leik Noregs og Íslands í kvöld en hann reiknar með erfiðum leik. Vísir hitti á hann í miðbæ Oslóar í dag.
Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér.
„Ég vonast auðvitað eftir sigri. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Noreg sem á góðan möguleika á að komast áfram í úrslitakeppni EM,“ sagði hann.
„En ég held að þetat verði erfiður leikur því það getur verið erfitt að vinna íslenska liðið. Margir eiga von á sigri í kvöld, sérstaklega þar sem við unnum Tékka 3-0 á útivelli í æfingaleik fyrr í mánuðinum.“
Hann játar því að norska landsliðið sé afar vinsælt í Noregi um þessar mundir. „Drillo (Egil Olsen landsliðsþjálfari) hefur gert frábæra hluti og er afar vinsæll hér í Noregi. Í mínum augum er hann goðsögn en það var hann sem vann leikinn gegn Brasilíu á HM 1998. Hver einasti Norðmaður veit allt um þann sigur.“
„Hann er besti þjálfarinn í Noregi, svo einfalt er það.“
Harald spáir Noregi 3-1 sigur en óskar þó Íslendingum alls hins besta í kvöld.

