Fótbolti

Væri kannski öðruvísi ef handboltalandsliðið væri að spila hér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
Vísir hitti á Sögu Brá Davíðsdóttur í miðbæ Oslóar í dag en hún er ein af um 200 Íslendingum sem verða á leik Noregs og Íslands í undankeppni EM 2012 í kvöld.

Saga sagði í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér yfir ofan, eða með því að smella hér, að Íslendingar hefðu verið boðaðir á veitingastaðinn Þrjá bræður á Karl Johans gate þar sem hitað verður upp fyrir leikinn.

„Ég ætla að vona að það verði góð stemning á meðal okkar Íslendinga á leiknum. Kannski eru það smá vonbrigði að við skulum ekki vera fleiri en ég held að það tengist því að íslenska landsliðinu er ekki búið að ganga neitt rosalega vel," sagði Saga og bætti við:

„Þetta væri kannski öðruvísi ef handboltalandsliðið væri að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×