Sagan endalausa - Norðmenn tryggðu sér sigur úr víti í lokin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 16:16 Norðmaðurinn Mohammed Abdellaoue fagnar sigri með félaga sínum í kvöld. Mynd/AFP Ísland tapaði 1-0 fyrir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld íleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið virtist vera að landa stiginu þegar markvörðurinn Stefán Logi Magnússon fékk á sig klaufalegt víti rétt fyrir leikslok. Íslenska liðið hefur þar með aðeins náð í eitt stig í fyrstu sex leikjum sínum í undankeppninni en liðið mætir Kýpur á heimavelli á þriðjudaginn kemur í næstsíðasta leik sínum í riðlinum. Norðmenn náðu þarna í afar dýrmæt stig í baráttunni um að komast inn í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Norðmenn unnu þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum en höfðu síðan aðeins fengið eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum. Alveg eins og á móti Dönum í Kaupmannahöfn í fyrra þá þurfti íslenska landsliðið að sætta sig við að fá á sig sigurmark á lokamínútunum. Sigurmark Dana kom í uppbótartíma en að þessu sinni fengu Norðmenn víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn John Carew fiskaði vítaspyrnu á Stefán Loga Magnússon tveimur mínútum fyrir leikslok og Mohammed Abdellaoue skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Norðmenn voru sterkara liðið á vellinum en gekk illa að skapa sér góð færi. Íslenska liðið varðist lengstum vel en Norðmenn fengu nokkur færi og skutu meðal annars í stöngina á íslenska markinu í seinni hálfleik. Þetta var enn eitt svekkjandi tap íslenska liðsins í undankeppni undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en íslenska liðið hefur aðeins unnið einn af fimmtán keppnisleikjum undir hans stjórn. Baráttan og varnarvinnan voru í góðu lagi stærsta hluta leiksins og íslenska liðið fékk tvö mjög góð færi í leiknum. Það fyrra fékk Rúrik Gíslason strax á þriðju mínútu og svo fékk Eiður Smári Guðjohnsen gott skallafæri á 67. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar framhjá markinu. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá viðureign leiknum í Osló og má sjá hana hér fyrir neðan. Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld íleik þjóðanna í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið virtist vera að landa stiginu þegar markvörðurinn Stefán Logi Magnússon fékk á sig klaufalegt víti rétt fyrir leikslok. Íslenska liðið hefur þar með aðeins náð í eitt stig í fyrstu sex leikjum sínum í undankeppninni en liðið mætir Kýpur á heimavelli á þriðjudaginn kemur í næstsíðasta leik sínum í riðlinum. Norðmenn náðu þarna í afar dýrmæt stig í baráttunni um að komast inn í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Pólland og Úkraínu næsta sumar. Norðmenn unnu þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum en höfðu síðan aðeins fengið eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum sínum. Alveg eins og á móti Dönum í Kaupmannahöfn í fyrra þá þurfti íslenska landsliðið að sætta sig við að fá á sig sigurmark á lokamínútunum. Sigurmark Dana kom í uppbótartíma en að þessu sinni fengu Norðmenn víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Varamaðurinn John Carew fiskaði vítaspyrnu á Stefán Loga Magnússon tveimur mínútum fyrir leikslok og Mohammed Abdellaoue skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni. Norðmenn voru sterkara liðið á vellinum en gekk illa að skapa sér góð færi. Íslenska liðið varðist lengstum vel en Norðmenn fengu nokkur færi og skutu meðal annars í stöngina á íslenska markinu í seinni hálfleik. Þetta var enn eitt svekkjandi tap íslenska liðsins í undankeppni undir stjórn Ólafs Jóhannessonar en íslenska liðið hefur aðeins unnið einn af fimmtán keppnisleikjum undir hans stjórn. Baráttan og varnarvinnan voru í góðu lagi stærsta hluta leiksins og íslenska liðið fékk tvö mjög góð færi í leiknum. Það fyrra fékk Rúrik Gíslason strax á þriðju mínútu og svo fékk Eiður Smári Guðjohnsen gott skallafæri á 67. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar framhjá markinu. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá viðureign leiknum í Osló og má sjá hana hér fyrir neðan.
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira