Fótbolti

Eiður Smári fyrirliði - Hjörtur Logi og Helgi Valur í byrjunarliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson. Mynd/Anton
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Norðmönnum á Ullevi í Osló. Veigar Páll Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru báðir á bekknum en Hjörtur Logi Valgarðsson og Helgi Valur Daníelsson byrja inn á í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnframt tekið við fyrirliðabandinu af Hermanni Hreiðarssyni en Hermann varð að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Indriði Sigurðsson er í miðverðinum með Sölva Geir Ottesen en Eggert Gunnþór Jónsson er kominn inn á miðjuna. Það eru því þrír af fjórum mönnum í vörninni í nýjum stöðum frá því í Ungverjaleiknum á dögunum.



Byrjunarlið Íslands á móti Noregi:

Markvörður: Stefán Logi Magnússon

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðvörður: Sölvi Geir Ottesen

Miðvörður: Indriði Sigurðsson

Vinstri bakvörður: Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðjumaður: Helgi Valur Daníelsson

Miðjumaður: Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen

Hægri kantur: Rúrik Gíslason

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Vinstri kanur: Jóhann Berg Guðmundsson



Varamannabekkurinn:

Veigar Páll Gunnarsson

Hannes Þór Halldórsson (Markvörður)

Birkir Bjarnason

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Hallgrímur Jónasson

Steinþór Freyr Þorsteinsson

Matthías Vilhjálmsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×