Fótbolti

Wayne Rooney með tvö mörk í sannfærandi enskum sigri í Búlgaríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skorar hér fyrra markið sitt í kvöld.
Wayne Rooney skorar hér fyrra markið sitt í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
England er eitt á toppi G-riðli í undankeppni EM eftir 3-0 útisigur á Búlgaríu í kvöld en nágrannar þeirra í Wales eru líka að hjálpa þeim því Walesbúar eru að vinna 2-0 heimasigur á Svartfjallalandi í hinum leik riðilsins.

England er með 14 stig eftir sex leiki en fyrir leiki kvöldsins var Svartfjallaland með jafnmörg stig og Englendingar auk þess að vera taplaust fyrir leiki kvöldsins.

Gary Cahill kom Englandi í 1-0 á 13. mínútu eftir að hafa tekið niður fyrirgjöf Gareth Barry og skorað af yfirvegun. Markið kom eftir að Búlgarir komu boltanum út úr teignum eftir hornspyrnu.

Wayne Rooney skoraði annað markið átta mínútum síðar þegar hann skallaði inn hornspyrnu Stewart Downing. Rooney stökk þar hærra en John Terry sem þykir ekki slæmt fyrir ekki hærri leikmann.

Wayne Rooney skoraði síðan sitt annað mark á lokamínútu fyrri hálfleiksins eftir hafa fengið sendingu frá Ashley Young, félaga sínum í Manchester United.

Englendingar bættu ekki við mörkum í seinni hálfleik en fögnuðu öruggum og sannfærandi sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×