Fótbolti

Hollendingar skoruðu ellefu á móti San Marínó - ferna hjá Van Persie

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingar fóru á kostum í kvöld í undankeppni EM 2012 þegar þeir unnu 11-0 stórsigur á smáríkinu San Marínó en hollenska liðið er búið að vinna alla sjö leiki sína í E-riðlinum með markatölunni 32-5. Robin van Persie skoraði fernu í leiknum.

Robin van Persie, Wesley Sneijder og John Heitinga komu Hollandi í 3-0 eftir aðeins 17 mínútur og þannig var staðan í hálfleik. Van Persie skoraði þrennu í seinni hálfleiknum og Sneijder bætti þá líka við sínu öðru marki.

Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og hin tvö mörkin gerðu þeir Dirk Kuyt og Georginio Wijnaldum.

Ungverjar unnu 2-1 sigur á Svíum í hinum leik riðilsins þar sem að Gergely Rudolf tryggði Ungverjalandi sigurinn á lokamínútu leiksins. Imre Szabics hafði komið Ungverjum í 1-0 á 44. mínútu en Christian Wilhelmsson jafnaði leikinn á 60. mínútu.

Hollendingar hafa nú sex stiga forskot á Svía og Ungverja en Ungverjar náðu Svíum að stigum með þessum góða sigri. Ungverjar hafi reyndar leikið leik fleira en Svíar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×