Fótbolti

Þjóðverjar fyrstir inn á Evrópumótið - unnu Austurríki 6-2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum.
Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýskaland varð í kvöld fyrsta þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári ef frá eru taldir gestgjafar Póllands og Úkraínu. Þjóðverjar unnu 6-2 sigur á Austurríki og eru þar með búnir að tryggja sér sigur í A-riðlinum. Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum.

Þjóðverjar eru með ellefu stiga forskot á Tyrki sem unnu Kasakstan 2-1 fyrr í dag. Tyrkir eiga reyndar leik inni á Þýskaland en það eru bara níu stig eftir í pottinunum hjá þeim.

Miroslav Klose skoraði fyrsta markið á 8. mínútu, Mesut Özil bætti við öðru marki á 23. mínútu og Lukas Podolski kom þeim síðan í 3-0 eftir 28 mínútna leik.

Marko Arnautovic minnkaði muninn fyrir Austurríki á 42. mínútu en Özil skoraði strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Martin Harnik minnkaði aftur muninn í tvö mörk á 51. mínútu en nær komust Austurríkismenn ekki.

Varamennirnir Andre Schürrle og Mario Götze innsigluðu sigur Þjóðverja með mörkum á síðustu sex mínútunum en þau komu bæði eftir sendingar frá Thomas Müller.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×