Fótbolti

Carew: Hann var nógu heimskur til að fara í mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
Carew liggur eftir að Stefán Logi braut á honum.
Carew liggur eftir að Stefán Logi braut á honum. Nordic Photos / AFP
John Carew átti góða innkomu fyrir norska landsliðið gegn því íslenska í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar lítið var eftir og fiskaði vítaspyrnuna sem tryggði Noregi að lokum sigur.

Carew fékk boltann inn fyrir vörn Íslands á 88. mínútu og var felldur af Stefáni Loga Magnússyni, markverði íslenska landsliðsins.

„Ég ætlaði að skjóta en sá að markvörðurinn kom fljótt út á móti mér. Ég hefði skotið í hann og því ýtti ég boltanum frá mér og vonaðist til að hann myndi fara í mig. Hann var nógu heimskur til að gera það,“ sagði Carew í viðtali við norsku TV2-sjónvarpsstöðina eftir leikinn.

„Ég vissi að við myndum fá pláss og að ég myndi vinna löngu boltana. Ég sá líka að það myndu skapast færi fyrir Moa og því gæti ég haldið mig til baka og nýtt hraðann. Sem betur fer gerðist það þannig á endanum,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×