Fótbolti

Margrét Lára og Erla Steina gengu frá Jitex - Djurgården vann Göteborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára á skotskónum í dag.
Margrét Lára á skotskónum í dag. MYND/OSSI AHOLA
Kristianstad vann fínan útisigur gen Jitex, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í dag en þær Margrát Lára Viðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir skoruðu mörk Kristianstad í leiknum.

Fyrsta mark leiksins kom á annarri mínútu en þá kom Erla Steina Kristianstad yfir. Tíu mínútum síðar skoraði síðan Margrét Lára og gestirnir komnir í 2-0. Jitex náði að minnka muninn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Margrét Lára VIðarsdóttir, Erla Steina, Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir léku allan leikinn fyrir  Kristianstad.

Djurgården vann frækin sigur, 1-0, gegn Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en sigurmarkið kom þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.

Mia Jalkerud gerði eina mark leiksins fyrir Djurgården, en markið kom á fjórðu mínútu uppbótartímans. Göteborg tók síðan miðju og dómarinn flautaði til leiksloka.

Dóra María Lárusdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir léku allan leikinn fyrir Djurgården sem er í sjöunda sæti deildarinnar með 21 stig.

Kristianstad er í sjötta sæti deildarinnar með 27 stig. LdB FC Malmö trjónir á toppi deildarinnar með 37 stig, en Sara Björk Gunnarsdóttir er leikmaður í því liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×