Unglingsstúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Hún var á göngu í Bústaðahverfinu þegar þetta gerðist en hundurinn beit hana í höndina svo á sá.
Þrátt fyrir leit lögreglu fannst hvorki hundurinn né eigandi hans en sá síðarnefndi var á vettvangi þegar atvikið átti sér stað.
Hundur beit stúlku - eigandinn stakk af frá vettvangi

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.