Enski boltinn

Parker genginn til liðs við Tottenham

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Parker var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af kollegum sínum á síðustu leiktíð.
Parker var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af kollegum sínum á síðustu leiktíð. Nordic Photos / AFP
Miðjumaðurinn Scott Parker er genginn til liðs við Tottenham. Parker lagði fram ósk um sölu frá West Ham í gær og hefur nú gengið frá samningi við Tottenham.

Parker sagði stuðningsmönnum West Ham í viðtali í gær að hann yrði að spila í efstu deild til þess að halda möguleika sínum á að spila fyrir enska landsliðið opnum.

Kaupverðið og samningslengd Parker hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×