Óvæntur sigur QPR á Goodison Park - Blackburn í slæmum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2011 13:15 Tommy Smith fagnar marki sínu. Nordic Photos/Getty Nýliðar QPR unnu óvæntan 1-0 sigur á Everton í viðureign liðanna á Goodison Park í dag. Tommy Smith skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. QPR steinlá í fyrstu umferðinni á heimavelli gegn Bolton 0-4. Það reiknuðu því fæstir með því að lærisveinar Neil Warnock ættu erindi í Everton-menn en annað kom á daginn. Everton var reyndar sterkari aðilinn í leiknum en var í mestu vandræðum með að skapa sér færi. Tim Cahill skallaði reyndar framhjá fyrir opnu marki í fyrri hálfleik. Það átti eftir að reynast dýrt. Tommy Smith kom QPR yfir á 30. mínútu með fallegu skoti úr teignum og markið reyndist það eina í leiknum. Everton sótti án afláts í síðari hálfeliknum en tókst ekki að skapa sér almennileg færi. Leikurinn var sá fyrsti hjá Everton á tímabilinu en viðureign liðsins gegn Tottenham í fyrstu umferð var frestað vegna óeirðanna í Lundúnum. QPR er með þrjú stig að loknum tveimur umferðum. Slæm byrjun hjá BlackburnAston Villa vann öruggan 3-1 sigur á Blackburn á Villa Park í dag. Gabriel Agbonlahor kom Villa yfir á 11. mínútu með fallegu skoti og Emile Heskey bætti öðru marki við á 24. mínútu. Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen minnkaði muninn fyrir lærisveina Steve Kean í síðari hálfleiknum. Darren Bent skoraði hins vegar þriðja markið um miðjan síðari hálfelikinn og tryggði 3-1 sigur. Blackburn hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en liðinu var spáð slæmu gengi á tímabilinu. Villa fer ágætlega af stað en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fulham um síðustu helgi. Fyrsta stig SwanseaSwansea náði í sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Swansea var meira með boltann í leiknum en Wigan skapaði sér hættulegri færi. Wigan skaut bæði í stöng og slá áður en liðið fékk kærkomið tækifæri til þess að tryggja sér stigin þrjú úr vítaspyrnu. Ben Watson steig á punktinn á Hollendingurinn Michel Vorm varði spyrnu Watson. Swansea komið með eitt stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum en Wigan gert jafntefli við nýliða í tveimur fyrstu umferðum og er með tvö stig. Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Nýliðar QPR unnu óvæntan 1-0 sigur á Everton í viðureign liðanna á Goodison Park í dag. Tommy Smith skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. QPR steinlá í fyrstu umferðinni á heimavelli gegn Bolton 0-4. Það reiknuðu því fæstir með því að lærisveinar Neil Warnock ættu erindi í Everton-menn en annað kom á daginn. Everton var reyndar sterkari aðilinn í leiknum en var í mestu vandræðum með að skapa sér færi. Tim Cahill skallaði reyndar framhjá fyrir opnu marki í fyrri hálfleik. Það átti eftir að reynast dýrt. Tommy Smith kom QPR yfir á 30. mínútu með fallegu skoti úr teignum og markið reyndist það eina í leiknum. Everton sótti án afláts í síðari hálfeliknum en tókst ekki að skapa sér almennileg færi. Leikurinn var sá fyrsti hjá Everton á tímabilinu en viðureign liðsins gegn Tottenham í fyrstu umferð var frestað vegna óeirðanna í Lundúnum. QPR er með þrjú stig að loknum tveimur umferðum. Slæm byrjun hjá BlackburnAston Villa vann öruggan 3-1 sigur á Blackburn á Villa Park í dag. Gabriel Agbonlahor kom Villa yfir á 11. mínútu með fallegu skoti og Emile Heskey bætti öðru marki við á 24. mínútu. Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen minnkaði muninn fyrir lærisveina Steve Kean í síðari hálfleiknum. Darren Bent skoraði hins vegar þriðja markið um miðjan síðari hálfelikinn og tryggði 3-1 sigur. Blackburn hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en liðinu var spáð slæmu gengi á tímabilinu. Villa fer ágætlega af stað en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Fulham um síðustu helgi. Fyrsta stig SwanseaSwansea náði í sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Wigan. Swansea var meira með boltann í leiknum en Wigan skapaði sér hættulegri færi. Wigan skaut bæði í stöng og slá áður en liðið fékk kærkomið tækifæri til þess að tryggja sér stigin þrjú úr vítaspyrnu. Ben Watson steig á punktinn á Hollendingurinn Michel Vorm varði spyrnu Watson. Swansea komið með eitt stig úr sínum fyrstu tveimur leikjum en Wigan gert jafntefli við nýliða í tveimur fyrstu umferðum og er með tvö stig.
Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira