Enski boltinn

Erfið fæðing hjá Chelsea gegn West Brom

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Malouda mættur á fjærstöng og skorar sigurmark Chelsea.
Malouda mættur á fjærstöng og skorar sigurmark Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea vann 2-1 sigur á West Brom á Stamford Bridge í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Shane Long kom West Brom yfir snemma leiks eftir mistök hjá Alex og gestirnir leiddu í leikhléi. Villas-Boas var allt annað en sáttur við sína menn í fyrri hálfleik og skipti meðal annars Salomon Kalou af velli eftir um hálftíma leik.

Í síðari hálfleik náðu leikmenn Chelsea að tryggja sér sigur. Fyrst jafnaði Nicolas Anelka snemma í hálfleiknum þegar skot hans breitti um stefnu og hafnaði í netinu framhjá Ben Foster.

Það var svo varamaðurinn Florent Malouda sem skoraði sigurmarkið á 83. mínútu eftir góðan undirbúning Portúgalans Jose Boswinga.

Fyrsti sigur Chelsea í deildinni undir stjórn Villas-Boas en liðið gerði jafntefli á útivelli gegn Stoke í 1. umferð.

Örlög West Brom voru þau sömu gegn Chelsea og gegn Englandsmeisturum Manchester United í fyrstu umferð. Sigurmark seint í síðari hálfleik og liðið stigalaust eftir erfiða leikjadagskrá í upphafi tímabils.

Hins vegar getur Roy Hodgson huggað sig við það að Shane Long er búinn að stimpla sig inn í úrvalsdeildina svo um munar með tveimur mörkum í tveimur leikjum.

Í síðdegisleiknum í Championship-deildinni burstaði Peterborough Ipswich 7-1. Tveir leikmenn Ipswich sáu rautt í síðari hálfleik í stöðunni 4-1.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×