Enski boltinn

Nasri byrjar hjá Arsenal en Luis Suarez er á bekknum hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri hjá Arsenal.
Samir Nasri hjá Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafa tilkynnt byrjunarliðin sín fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á Emirates-vellinum klukkan 11.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport 2 sem og á HD-rásinni.

Það vekur strax athygli að Frakkinn Samir Nasri er í byrjunarliðinu hjá Arsenal þrátt fyrir að vera á förum frá félaginu til Manchester City. Robin van Persie og Andrey Arshavin eru líka báðir í byrjunarliði Arsenal í dag.

Þá hefur Kenny Dalglish ákveðið að byrja með Luis Suarez á bekknum í þessum leik en Suarez hefur verið allt í öllu í leik liðsins og skoraði eina markið í 1-1 jafntefli við Sunderland í fyrstu umferðinni um síðustu helgi.

Dirk Kuyt kemur inn í lið Liverpool fyrir Luis Suarez og þá leysir Martin Kelly líka John Flanagan af í hægri bakvarðarstöðunni.



Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Koscielny, Vermaelen, Jenkinson, Sagna, Frimpong, Ramsey, Nasri, Arshavin, Walcott, van Persie.

Varamenn Arsenal: Fabianski, Oxlade-Chamberlain, Chamakh, Miyaichi, Lansbury, Miquel, Bendtner.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Agger, Jose Enrique, Lucas, Henderson, Adam, Downing, Kuyt, Carroll.

Varamenn Liverpool: Doni, Meireles, Suarez, Maxi, Spearing, Skrtel, Flanagan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×