Enski boltinn

Wolves vann þægilegan sigur á Fulham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Wolves vann öruggan sigur á Fulham 2- 0 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Úlfarnir hafa byrjað virkilega vel á þessu tímabili og eru með fullt hús stiga eða 6 stig.

Úlfarnir skoruðu bæði mörk leiksins undir lok fyrri hálfleiksins en fyrra markið gerði Kevin Doyle og síðan skoraði Matthew Jarvis síðara mark Wolves stuttu seinna.

Fleiri voru mörkin ekki í leiknum og unnu því Wolves mikilvægan sigur. Fulham er aðeins með eitt stig í deildinni og hafa ekki enn skorað mark á þessari leiktíð.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×