Fótbolti

Robbie Keane á skotskónum í fyrsta leiknum með LA Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane fagnar hér marki sínu í nótt.
Robbie Keane fagnar hér marki sínu í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það tók Robbie Keane aðeins 21 mínútu að opna markareikninginn sinn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt. Galaxy-liðið vann þá 2-0 sigur á San Jose.

Robbie Keane skoraði markið eftir stoðsendingu frá David Beckham og fagnaði markinu með því að taka handahlaup og hliðarstökk við mikinn fögnuð áhorfenda. Keane var mjög ógnandi þær 72 mínútur sem hann spilaði en tókst þó ekki að bæta við mörkum.

Mike Magee innsiglaði síðan sigur Galaxy á 90. mínútu leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Keane þegar átján mínútur voru eftir af leiknum.

Los Angeles Galaxy keypti Robbie Keane frá Tottenham á mánudaginn var og hann gat varla fengið betri byrjun. Þetta var fimmti sigur liðsins í sex leikjum og liðið er komið með sex stiga forskot í Vesturdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×