Fótbolti

Kolbeinn bjargaði stiginu fyrir Ajax

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og enn var Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, á skotskónum, en Ajax gerði 2-2 jafntefli gegn Venlo.

Venlo komst í 2-0 með mörkum frá Ahmed Musa og var staðan þannig þegar hálftími var eftir af leiknum.

Ajax minnkaði muninn á 68. mínútu þegar Theo Janssen skoraði og aðeins einni mínútu síðar jafnaði Kolbeinn fyrir gestina í Ajax.  Sjá má myndband af marki Kolbeins hér að ofan.

AZ Alkmaar rústaði  NEC Nijmegen, 4-0, í dag en Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar, kom ekkert við sögu í leiknum. Síðan gerðu Heracles Almelo og Feyenoord 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×