Enski boltinn

Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda.

Juan Mata er 23 ára gamall sóknarmiðjumaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Valencia síðan 2008. Hann hefur skorað 46 mörk í 174 leikjum með Valencia-liðinu og skorað 4 mörk í 11 A-landsleikjum fyrir Spán. Mata var í heimsmeistaraliði Spánverja í Suður-Afríku.

Mata á eftir að standast læknisskoðun en það er það eina sem stendur í vegi fyrir því að hann verði leikmaður Chelsea. Arsenal hafði einnig áhuga á leikmanninum en Chelsea virðist hafa haft betur í þeirri baráttu.

Sala Juan Mata þýðir að Valenica er búið að selja alla fjóra leikmenn sína sem urðu heimsmeistarar með Spáni 2010. David Villa fór til Barcelona, David Silva til Manchester City og Raul Albiol til Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×