Fótbolti

Ætli þessi hafi sofið vel í nótt?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Yoshinari Takagi, markvörður Nagoya Grampus Eight í Japan, var svo sannarlega heppinn í leik liðs síns gegn Vegalta Sendai um helgina.

Marki undir barst boltinn tilbaka á Takagi á vallarhelmingi Nagoya. Atsushi Yanagisawa sóknarmaður Sendai pressaði Takagi sem reyndi að leika á hann. Óhætt að segja að tilraun hans hafi verið misheppnuð.

Yanagisawa vann boltann og með opið markið fyrir framan sig. Á einhvern ótrúlegan hátt skaut kappinn framhjá og Takagi var létt.

Sem betur fer fyrir Yanagisawa, sem á 58 landsleiki og 17 mörk að baki fyrir Japan, vann Sendai 1-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×