Enski boltinn

Nasri fór ekki með Arsenal til Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri í leiknum gegn Liverpool um helgina.
Samir Nasri í leiknum gegn Liverpool um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri vildi ekki fara með Arsenal til Ítalíu þar sem liðið mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Nasri hefur verið sterklega orðaður við Manchester City síðustu daga og er jafnvel talið að gengið verði frá kaupunum í dag eða á morgun.

Hann spilaði með Arsenal gegn Liverpool á laugardaginn en vill ekki spila með liðinu gegn Udinese á morgun. Það myndi þýða að hann yrði ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með öðrum liðum.

Wenger neyddist til að láta eftir og valdi Nasri ekki í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn á morgun, eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum. Wenger gaf þó í skyn um helgina að til greina kæmi að láta Nasri spila leikinn gegn Udinese.

Talið er að City muni greiða um 22 milljónir punda fyrir Nasri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×