Enski boltinn

Nú vill Mancini fá De Rossi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniele De Rossi, leikmaður Roma.
Daniele De Rossi, leikmaður Roma. Nordic Photos / AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að miðvallarleikmaðurinn Daniele De Rossi yrði fullkomin viðbót í leikmannahóp félagsins.

Mancini er við það að fá Samir Nasri frá Arsenal en þar að auki er hann með stjörnum prýddan leikmannahóp fyrir.

De Rossi er á mála hjá Roma á Ítalíu en á eitt ár eftir af samningi sínum þar. Forráðamenn Roma eru hins vegar vongóðir um að De Rossi muni skrifa undir nýjan samning á allra næstu dögum.

„Ég þarf að fá fleiri leikmenn á miðjuna þar sem okkar möguleikar þar eru takmarkaðir,“ sagði Mancini í viðtali við The Sun í dag. „Daniele De Rossi væri fullkominn fyrir liðið en ég tel hann vera einn besta miðvallarleikmann heims.“

„En ég hef grunsemdir um að hann muni vera hjá Roma allan sinn feril - rétt eins og Francesco Totti.“

Meðal þeirra miðvallarleikmanna sem eru á mála hjá City má nefna David Silva, James Milner, Adam Johnson, Gareth Barry, Nigel de Jong og Yaya Toure.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×