Fótbolti

Er þetta hinn fullkomni markvörður? - myndband

Þýskir verkfræðinemar frá háskóla í Dortmund létu sig dreyma um að búa til hinn fullkomna markvörð og í stuttu máli má segja að þeim hafi tekist það.
Þýskir verkfræðinemar frá háskóla í Dortmund létu sig dreyma um að búa til hinn fullkomna markvörð og í stuttu máli má segja að þeim hafi tekist það.
Þjóðverjar hafa í gegnum tíðina átt marga frábæra markverði sem hafa oftar en ekki átt stórleiki þegar kemur að vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Þýskir verkfræðinemar frá háskóla í Dortmund létu sig dreyma um að búa til hinn fullkomna markvörð og í stuttu máli má segja að þeim hafi tekist það.



Myndbandið.


Frá árinu 2008 hafa þeir ferðast um heiminn með tölvustýrt vélmenni sem ver allt sem á markið kemur – alveg sama hve fast er skotið.

„Robokeeper" heitir vélmenni sem nemendurnir hönnuðu frá grunni og eins og sjá má á myndbandinu er ekki hægt að skora hjá „kvikindinu".

Tvær háhraðamyndbandsupptökuvélar eru tengdar við vélmennið og senda þær upplýsingar í tölvu sem reiknar út hvar boltinn mun hafna.

Tölvan fær upplýsingar með gríðarlegum hraða en myndavélarnar senda upplýsingar með 1/50 sek. millibili og „markvörðurinn" bregst síðan við með viðeigandi hætti og ver boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×