Enski boltinn

Mata kominn til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Mata eftir að hann skrifaði undir í gær.
Juan Mata eftir að hann skrifaði undir í gær. Nordic Photos / Getty Images
Juan Mata hefur gengið í raðir Chelsea en það var tilkynnt í gær. Kaupverðið er sagt vera um 23,5 milljónir punda en hann kemur frá Valencia á Spáni.

Mata skrifaði undir fimm ára samning og getur spilað með Chelsea þegar að liðið mætir Norwich í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

„Valencia var stórt félag en ég hef nú gengið til liðs við enn stærra félag,“ sagði Mata við enska fjölmiðla. „Þetta snýst allt um að vinna titla og það get ég gert hér.“

Mata segir að hann hafi tekið ákvörðun um að koma til Englands eftir að hafa rætt við Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea. „Hann sagðist vilja láta Chelsea spila meiri sóknarbolta á þessu tímabili og að ég myndi spila stórt hlutverk í þeirri áætlun,“ sagði Mata.

„Villas-Boas vann næstum allt sem hægt var að vinna í fyrra og við erum báðir hér með hugmyndir um að vinna marga titla á þessu tímabili.“

Mata er miðvallarleikmaður sem getur líka spilað á hægri kantinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×