Fótbolti

Jóhann Berg fékk ekkert að spila í stórsigri AZ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / Getty Images
Hollenska liðið AZ Alkmaar komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 6-0 stórsigur á norska liðnu Aalesund í seinni leik liðanna í Hollandi í kvöld en fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri norska liðsins.

Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að sætta sig við það að sitja allan tímann á bekknum hjá AZ í þessum leik. Hann kom inn á í báðum leikjum liðsins við Jablonec í síðustu umferð en spilaði ekkert í leikjunum á móti norska liðinu.

Pontus Wernbloom kom AZ í 1-0 strax á 7. mínútu og Bandaríkjamaðurinn Jozy Altidore bætti við öðru marki á 23. mínútu. AZ skoraði síðan fjögur mörk í seinni hálfleiknum, Altidore bætti við öðru marki sínu og þeir Maarten Martens, Brett Holman og Niklas Moisander skoruðu síðan hin mörkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×