Enski boltinn

Liverpool að íhuga að fá Bellamy aftur

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy fagnar marki í leik með City.
Craig Bellamy fagnar marki í leik með City. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því í vikunni að Liverpool hafi mögulega áhuga á að fá Craig Bellamy aftur til liðs við félagið. Hann er nú á mála hjá Manchester City þar sem hann er í kuldanum hjá stjóranum Roberto Mancini.

Liverpool er sagt áhugasamt um að fá Bellamy - en aðeins ef City er reiðubúið að láta hann fara án greiðslu.

Bellamy er nú á háaum launum hjá City - um 95 þúsund pund á viku, og er óvíst að hann sé tilbúinn að taka á sig launalækkun nú. Liverpool gæti mögulega freistast til að bjóða honum sömu kjör - en aðeins ef City sleppir honum frítt.

Bellamy var á mála hjá Liverpool frá 2006 til 2007 en komst oft í fréttirnar fyrir hin ýmsu uppátæki það tímabilið. Það frægasta er þegar hann réðst á John Arne Riise, þáverandi liðsfélaga sinn, með golfkylfu í æfingaferð í Portúgal.

Bellamy hefur þar að auki leikið með Norwich, Coventry, Newcastle, Celtic, West Ham, Blackburn, Manchester City og Cardiff.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×