Enski boltinn

Fabregas: Leið aldrei eins vel á Emirates og á Highbury

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, hefur blandað sér í umræðuna um stuðningsmenn Arsenal en Samir Nasri gagnrýndi þá eftir að hann var orðinn leikmaður Manchester City.

„Mér leið aldrei eins vel á Emirates og á Highbury," sagði Cesc Fabregas og bætti við: „Það var félagið sem tók þessa ákvörðun og nú þurfa stuðningsmenn Arsenal að gera sitt í því að gera Emirates að alvöru heimavelli eins og Highbury var," sagði Fabregas.

Cesc Fabregas og Samir Nasri, tveir af allra bestu leikmönnum Arsenal, hafa báðir yfirgefið félagið á síðustu dögum en á meðan að Fabregas er enn elskaður á Emirates þá hafa stuðningsmenn Arsenal snúist gegn Nasri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×