Fótbolti

Lionel Messi valinn besti knattspyrnumaður í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi bætti enn einni viðurkenningunni í safnið sitt þegar hann var kosinn UEFA knattspyrnumaður ársins í athöfn í tengslum við dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Mónakó.

Þrír leikmenn voru tilnefndir og kusu sérvaldir blaðamenn á staðnum á milli þeirra Cristiano Ronaldo,  Xavi og Lionel Messi sem urðu efstir í kosningu blaðamanna frá öllum aðildarþjóðum UEFA. Það kom ekki neinum á óvart að Messi skyldi vera kosinn enda átti hann einstakt tímabil með Barcelona.

Þetta var í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt en þau koma í staðinn fyrir gömlu verðlaun France Football blaðsins sem voru í fyrra sameinuð kosningu FIFA á besta knattspyrnumanni heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×