Enski boltinn

Bolton hafnaði tilboði Arsenal í Cahill

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill í leik með Bolton.
Gary Cahill í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur hafnað tilboði Arsenal í varnarmanninn Gary  Cahill. Owen Coyle, stjóri Bolton, sagði tilboðið hlægilegt.

„Þegar ég legg fram tilboð í leikmann reyni ég að vera þokkalega nálægt þeirri upphæð sem leikmaðurinn er metinn á,“ sagði Coyle við enska fjölmiðla. Tilboð Arsenal var sagt vera upp á ellefu milljónir punda.

„En þetta var hvergi nálægt því. Að segja að tilboðið hafi verið hlægilegt nægir ekki til að lýsa því.“

Samningur Cahill við Bolton rennur út næsta sumar og hefur Coyle viðurkennt að Cahill sé á förum frá félaginu. Lokað verður fyrir félagaskipti þann 31. ágúst næstkomandi.

Arsenal hefur selt þá Samir Nasri og Cesc Fabregas nú í sumar fyrir næstum 60 milljónir punda samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×