Enski boltinn

City ætlar ekki að kaupa meira í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaupin á Nasri verða þau síðustu í sumar.
Kaupin á Nasri verða þau síðustu í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Brian Marwood, einn forráðamanna Manchester City, segir að félagið muni ekki kaupa fleiri leikmenn nú í sumar. Félagið eyddi 25 milljónum punda í Samir Nasri nú á dögunum.

Þar að auki var félagið búið að kaupa þá Sergio Agüero og Gael Clichy fyrr í sumar fyrir háar upphæðir og Roberto Mancini, stjóri City, sagði á dögunum að hann hefði áhuga á Daniele De Rossi hjá AS Roma.

„Ef það kemur til greina að fá leikmenn að láni getur vel verið að það verði skoðað,“ sagði Marwood við enska fjölmiðla.

„En við erum mjög ánægðir með þá leikmenn sem við erum með nú þegar,“ bætti hann við og benti á að frá síðasta tímabili hefðu um 20 leikmenn yfirgefið félagið og að þeir hafi ýmist verið seldir eða lánaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×