Enski boltinn

Barton orðinn liðsfélagi Heiðars - gerði fjögurra ára samning við QPR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joey Barton.
Joey Barton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joey Barton er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Queens Park Rangers en Barton mátti fara frá Newcastle á frjálsri sölu. Newcastle staðfesti nú áðan að Barton væri farinn frá félaginu.

Barton fór í gegn læknisskoðun hjá QPR í gær en tók sér síðan nóttina til að sofa á því hvort að hann væri tilbúinn að semja við félagið. Barton ákvað að skella sér til Lundúna og er því orðinn liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Heiðars Helgusonar.

Joey Barton er 28 ára gamla miðjumaður sem er einna þekktastur fyrir að koma sér í vandræði innan sem utan vallar. Hann átti ekki lengur samleið með Newcastle eftir harða gagnrýni sína á forráðamenn félagsins á dögunum en Newcastle hefur verið duglegt að selja sína bestu menn á síðustu misserum.

Barton var ekki alveg sáttur við það og lét í sér heyra inn á twitter. Það fór ekki vel í yfirboðara hans og því er fjögurra ára dvöl hans á St James' Park nú á enda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×