Enski boltinn

Modric spilar gegn City - Adebayor situr hjá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Adebayor var mættur í stúkuna við hlið Daniel Levy, stjórnarformanns Tottenam, á leik liðsins gegn Hearts í gær.
Adebayor var mættur í stúkuna við hlið Daniel Levy, stjórnarformanns Tottenam, á leik liðsins gegn Hearts í gær. Nordic Photos/AFP
Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Flestra augu verða á leik Manchester United og Arsenal auk viðureignar Tottenham og Manchester City.

Manchester United - Arsenal

Mikið er um forföll í leikmannahópi Arsene Wenger fyrir leikinn gegn United. Emmanuel Frimpong, Alex Song og Gervinho eru allir í leikbanni auk þess sem Jack Wilshere glímir við meiðsli. Fjarvera fjórmenningana er ekki síst slæm í ljósi þess að Cesc Fabregas og Samir Nasri eru haldnir á ný mið.

Thomas Vermaelen er að sögn Wenger tæpur fyrir leikinn en Tomas Rosicky, Johan Djourou og Laurent Koscielny eru klárir í slaginn. Kieran Gibbs er enn frá vegna meiðsla.

Alex Ferguson fangar komu landa síns Darren Fletcher í leikmannahópinn á nýjan leik. Fletcher hefur aðeins leikið tvo leiki með United frá því í mars en hann hefur glímt við veikindi. Þá eru Rio Ferdinand og Antonio Valencia að verða klárir í slaginn á nýjan leik en varnartröllið Nemanja Vidic verður frá í mánuð til viðbótar vegna meiðsla.

Tottenham - Manchester City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir Nigel de Jong ekki klárann í slaginn gegn Tottenham á White Hart Lane á sunnudag. Samir Nasri verður hins vegar klár í slaginn gegn erkifjendum fyrri vinnuveitenda sinna hjá Arsenal.

Emmanuel Adebaoyr, sem er nýgenginn í raðir Tottenham á lánssamningi frá City, spilar ekki gegn vinnuveitendum sínum. City setti það sem skilyrði í lánssamningnum að Tógó-búinn spilaði ekki gegn City.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir við enska fjölmiðla pottþétt að Luka Modric spili leikinn. Redknapp taldi Modric ekki með hugann við verkefnið og valdi hann ekki í hópinn gegn Manchester United á mánudag.

Leikur Tottenham og Man City hefst klukkan 12:30 á sunnudag og leikur Manchester United og Arsenal klukkan 15. Báðir leikir eru í beinni útsendingu á Stöð2 Sport2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×