Fótbolti

Ljungberg kominn til Japans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ljungberg í leik með Celtic.
Ljungberg í leik með Celtic. Nordic Photos / Getty Images
Freddie Ljungberg stoppaði stutt við hjá skoska liðinu Celtic því hann er nú búinn að semja við japanska liðið Shimizu S-Pulse.

Ljungberg lék með Celtic á síðari hluta síðasta tímabils en kom aðeins við sögu í sjö leikjum með liðinu.

Hann er 34 ára gamall og lék lengst af með Arsenal á ferlinum. Hann fór svo til Bandaríkjanna þar sem hann var um tíma en er nú á leið í þriðju álfuna.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að spila í Japan,“ sagði hann. „Ég var djúpt snortinn af viðbrögðum Japana við jarðskjálftunum þann 11. mars og vil sýna Japönum samstöðu með því að spila þar í landi og þá sérstaklega með S-Pulse.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×