Enski boltinn

Adebayor vill byrja upp á nýtt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor var síðast lánaður til Real Madrid.
Emmanuel Adebayor var síðast lánaður til Real Madrid. Nordic Photso / Getty Images
Emmanuel Adebayor segir að stuðningsmenn Tottenham verði að gleyma því að eitt sinn lék hann með Arsenal. Hann vill fá að byrja upp á nýtt hjá Tottenham.

Adebayor var lánaður til Tottenham á dögunum frá Manchester City. Síðarnefnda félagið keypti hann frá Arsenal á sínum tíma eftir að Adebayor hafði verið á mála þar í þrjú og hálft ár.

„Fortíðin er bara fortíðin - ég er að horfa til framtíðarinnar,“ sagði Adebayor við enska fjölmiðla.

„Maður verður að vera með sterk bein til að koma til Tottenham. Ég var lengi hjá Arsenal og það er mikill rígur á milli þessara félaga.“

Stuðningsmenn Tottenham hafa samið marga níðsöngva um Adebayor í gegnum tíðina. „Það eina sem ég vil gera er að spila knattspyrnu og njóta þess. Í dag er ég leikmaður Tottenham,“ sagði hann.

„Tottenham hefur alltaf verið sterkt félag og þekki ég marga leikmenn þar. Ég á líka marga vini þar. Þegar ég fékk símtalið var ég því ekki lengi að segja já.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×