Vítaspyrnudómur bjargaði Chelsea - Drogba sleginn í rot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 16:03 Hér er Ruddy búinn að slá Drogba í rot en sá síðarnefndi féll harkalega til jarðar og var augljóslega meðvitunarlaus. Nordic Photos / Getty Images Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni. Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir lélega stundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni.
Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sport Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Fleiri fréttir Hent út úr Tottenham liðinu fyrir lélega stundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira