Vítaspyrnudómur bjargaði Chelsea - Drogba sleginn í rot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 16:03 Hér er Ruddy búinn að slá Drogba í rot en sá síðarnefndi féll harkalega til jarðar og var augljóslega meðvitunarlaus. Nordic Photos / Getty Images Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni. Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni.
Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira