Diego Forlan, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, er á leið til Inter á Ítalíu að sögn knattspyrnustjóra fyrrnefnda liðsins.
Forlan hefur verið hjá Atletico í fjögur ár og er nú ætlað að fylla í skarð Samuel Eto'o hjá Inter.
Hann kom ekki með Atletico til Portúgal þar sem liðið mætti Vitoria Guimaraes í Evrópudeild UEFA á fimmtudaginn.
„Nú vitum við af hverju. Hann á í samningaviðræðum við Inter og er það almenn vitneskja.“
„Það verður líklega gengið frá þessu á næstu klukkustundum og þá verður hann ekki lengur leikmaður Atletico.“
Fyrir stuttu missti Atletico annan framherja, Sergio Agüero, til Manchester City en fékk þess í stað Falcao sem sló í gegn með Porto á síðustu leiktíð.
Forlan á leið til Inter
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


