Enski boltinn

Leikmaður Swansea fótbrotnaði í golfbílslysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alan Tate með Swansea á síðustu leiktíð.
Alan Tate með Swansea á síðustu leiktíð. Mynd. / Getty Images
Varnarmaður Swansea, Alan Tate, varð fyrir því óláni að fótbrotna eftir einkennilegt golfbílslys, en leikmaðurinn var farþegi á golfbíl sem valt með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði.

Þessi 28 ára ,fyrrum leikmaður Manchester United, var fluttur rakleitt á sjúkrahús og gert að sárum hans þar.

Tate er einn af þeim leikmönnum liðsins sem hefur leikið í fjórum efstu deildum Englands með Swansea og komið þeim upp í úrvalsdeildina.

Leikmaðurinn hefur leikið í tíu ár með félaginu og tekið þátt í yfir 300 leikjum fyrir Swansea.

„Við getum staðfest að leikmaðurinn fótbrotnaði í slysinu," segir í yfirlýsingu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×