Hefja vinnu við hættumat fyrir eldgos - tekur 15 til 20 ár í heildina 29. ágúst 2011 16:21 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira