Fótbolti

Fyrsti sigur Þjóðverja á Brössum í átján ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Götze fagnar marki sínu í kvöld.
Mario Götze fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýskaland vann 3-2 sigur á Brasilíu í vináttulandsleik í Stuttgart í kvöld. Þjóðverjar komust í 2-0 og 3-1 í leiknum en undrabarnið Mario Götze skoraði annað mark þýska liðsins í leiknum.

Bastian Schweinsteiger kom Þýskalandi í 1-0 á 61. mínútu og sex mínútum síðar bætti

Mario Götze við öðru marki eftir að hafa leikið á Julio Cesar í brasilíska markinu og skorað úr þröngu færi.

Robinho minnkaði muninn úr víti á 71. mínútu sem Dani Alves fiskaði áður en varamaðurinn Andre Schuerrle kom þýska liðinu í 3-1 á 80. mínútu. Það var síðan Neymar sem minnkaði muninn í lokin með skoti fyrir utan teiginn.

Þýskaland hafði ekki unnið Brasilíu í landsleik síðan 17. nóvember 1993 þegar Þjóðverjar unnu 2-1 sigur í Köln.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×