Erlent

Breivik mættur í réttinn

Breivik fékk ekki að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.
Breivik fékk ekki að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik kom í dómshúsið í Osló rétt fyrir klukkan níu í morgun. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast klukkan ellefu. Hann mun nú staddur í biðherbergi dómstólsins.

Réttarhöldin í dag snúast um kröfu lögreglunnar um að halda Breivik í einangrun fjórar vikur til viðbótar. Kröfurnar styðja þeir þeim rökum að enn sé í gangi rannsókn á því hvort Breivik hafi notið aðstoðar fleira fólks.

Í Noregi er ekki venja fyrir því að sakborningar mæti fyrir rétt þegar fjallað er um gæsluvarðhald og einangrun. Breivik hefur hins vegar eindregið óskað þess að vera viðstaddur réttarhöldin til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Breivik segir dvölina í einangrun einstaklega erfiða. „Þetta er erfitt fyrir hann vegna óvissunar sem ríkir um hve lengi hann verður einangraður," segir lögfræðingur hans.


Tengdar fréttir

Breivik í kjólföt

Nú á föstudaginn kemur Héraðsdómur í Osló saman til að fjalla um þá kröfu lögreglunnar að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði áfram í einangrun. Breivik hefur óskað eftir því að fá að klæðast kjólfötum við réttarhöldin.

Má ekki mæta í kjólfötunum

Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í einkennisbúningi en því var einnig hafnað.

Breivik hringdi til að gefa sig fram - samtölin í heild sinni

Norska lögreglan birti í dag símtal Anders Behring Breivik við neyðarlínuna í Noregi þann 22. júlí síðastliðinn. Breivik hringdi með það í huga að gefa sig fram, en rúmum hálftíma áður hafði lögreglan í Noregi fengið tilkynningu um skotárás í Útey. Breivik reyndi tíu sinnum að hringja en náði aðeins sambandi tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×