Fótbolti

Sýrland dæmt úr leik í undankeppni HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sýrlendingar fagna í landsleik.
Sýrlendingar fagna í landsleik. Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur dæmt Sýrland úr leik í undankeppni HM 2014 fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni.

Sýrland mætti Tadsjikistan í annarri umferð forkeppninnar og vann samanlagt, 5-1. Þar með komst Sýrland áfram í riðlakeppninna þar sem keppt er um sæti á HM með hefðbundnu sniði.

FIFA hefur nú úrskurðað að Tadsjikistum skyldu dæmdur 3-0 sigur í báðum viðureignum þar sem að sýnt þótti að Sýrland hafi teflt fram ólöglegum leikmanni í báðum viðureignum.

Tadjikistan fær því að keppa í riðlakeppninni í staðinn og er þar í C-riðli ásamt Japan, Úsbekistan og Norður-Kóreu.

Úrskurður FIFA er endanlegur og er ekki hægt að áfrýja honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×