Fótbolti

Zhirkov á leiðinni til Rússlands

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zhirkov er mögulega búinn að leika sinn síðasta leik í búningi Chelsea
Zhirkov er mögulega búinn að leika sinn síðasta leik í búningi Chelsea
Rússneski kantmaðurinn Yury Zhirkov hjá Chelsea er við það að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í heimalandi sínu fyrir 15 milljónir evra en hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðustu tvö árin.

Samkvæmt fréttum frá Rússlandi er Zhirkov búinn að semja við rússneska félagið og mun gangast undir læknisskoðun í vikunni.

Anzhi er stórhuga og hefur á síðasta ári bæði krækt í Roberto Carlos og efnilega ungverska kantmanninn Balazs Dzsudzsak, auk annarra.

Zhirkov hefur ekki náð að slá í gegn í London og aðeins byrjað í 29 leikjum síðustu tvö tímabilin með Chelsea. Zhirkov fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Carlo Ancelotti á síðustu leiktíð og hefur leikið ýmsar stöður á undirbúningstímabilinu undir stjórn Andre Villas-Boas, síðast í stöðu bakvarðar í úrslitum Asíubikarsins gegn Aston Villa en Zhirkov virðist vilja í burtu í von um að leika fótbolta reglulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×