Enski boltinn

Ætlar City að klófesta Nasri?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri í leik með Arsenal.
Samir Nasri í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United.

Arsene Wenger gæti freistast til að taka tilboðinu sem forráðamenn City eru sagðir ætla að leggja fram á allra næstu dögum. Nasri hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Arsenal en núverandi samningur rennur út eftir eitt ár.

Nasri er sagður hafa verið áhugasamur um að semja við Arsenal hefði það staðið til boða snemma á síðasta tímabili en þá fékk hann engin viðbrögð frá forráðamönnum félagsins. Þeir féllu svo á tíma og er Nasri sagður óánægður með seinaganginn.

Nasri er 24 ára gamall en hann kom til Arsenal frá Marseille árið 2008. Hann þótti standa sig vel með Arsenal á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×