Fótbolti

Rosenborg í viðræðum við Viking um kaup á Birki Bjarnasyni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir skorar glæsilegt mark gegn Dönum á Parken á EM U21 fyrr í sumar.
Birkir skorar glæsilegt mark gegn Dönum á Parken á EM U21 fyrr í sumar. Mynd/Anton
Knattspyrnukappinn Birkir Bjarnason hjá Viking í Stavangri er orðaður við Rosenborg. Åge Hareide knattspyrnustjóri Viking staðfestir í samtali við TV 2 að Rosenborg hafi haft samband við Viking og virðæður séu í gangi.

Birkir neitaði að framlengja samning sinn við norska félagið sem rennur út í lok tímabilsins. Hareida segir gott ef Viking geti fengið pening fyrir Birki.

Birkir útilokar ekki að ganga til liðs við Rosenborg en að sögn norska fjölmiðilsins hefur hann til þess viljað komast að hjá félagi í öðru landi.

„Ekkert er útilokað fyrr en ég hef sest niður og velt því fyrir mér," sagði Birkir í samtali við TV 2.

Samkvæmt norska miðlinum hefur frammistaða Birkis með Viking valdið vonbrigðum síðan ljóst var að hann myndi ekki framlengja samning sinn við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×