Fótbolti

Albert prins sýndi lipra takta er United steinlá í Marseille

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Ginola var á varmannabekk Manchester United þegar að liðið tapaði stórt fyrir Marseille í æfingaleik í gær, 8-2. Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum.

Staðan í hálfleik var 2-2 en Frakkarnir gengu á lagið í síðari hálfleik og skoruðu sex mörk. Sjö leikmenn úr aðalliði United voru með í leiknum sem var haldinn til heiðurs markverðinum Pascal Olmeta, fyrrum leikmanni Marseille.

Fabian Barthez stóð í marki Manchester United í leiknum og gamla goðsögnin David Ginola var á bekknum.

Albert prins af Mónakó tók upphafsspyrnu leiksins og sýndi lipra takta eins og sjá má hér. Annars má sjá samantekt úr leiknum hér fyrir ofan. Ginola lék með Tottenham og Newcastle á sínum tíma.

Danny Welbeck og Tom Cleverly skoruðu mörk United í leiknum en byrjunarliðið var þannig skipað:

Barthez; Evra, Smalling, Jones, Malcuit; Belhaid, Mansouri, Cleverly, Welbeck, Park; Belghazouani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×