Enski boltinn

Chelsea keypti Romeu frá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Oriol Romeu í leik með Barcelona.
Oriol Romeu í leik með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur gengið frá kaupum á spænska táningnum Oriol Romeu frá Barcelona sem gerði fjögurra ára samning við ensku risana.

Talið er að kaupverðið sé um 4,5 milljónir punda en tilkynnt var um kaupin á heimasíðu Chelsea í dag. Romeu er nú að keppa með U-20 liði Spánverja á HM í Kólumbíu og hefur hann æfingar með Chelsea að keppninni lokinni.

Spænska dagblaðið El Mundo Deportivo greinir hins vegar frá því í dag að í samkomulaginu á milli félaganna eigi Barcelona möguleika á að kaupa hann aftur til félagsins fyrir tiltekna upphæð næstu tvö árin.

Eftir það mun samkvæmt frétt blaðsins Barcelona eiga forkaupsrétt á leikmanninum, ef Chelsea ákveður að selja hann.

Romeu hefur leikið með yngri landsliðum Spánar á undanförnum árum og hefur einu sinni spilað með aðalliði Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×