Umfjöllun dagblaða um enska boltann í hættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2011 17:30 John Terry, fyrirliði Chelsea, ræðir við blaðamenn í Englandi. Nordic Photos / Getty Images Svo gæti ferið að dagblöð í Englandi og alþjóðlegar fréttaveitur fái ekki að fjalla um enska boltann þar sem að viðræður þeirra við forráðamenn ensku deildanna ganga illa. Skrifandi blaðamenn og ljósmyndarar hafa starfað samkvæmt samkomulagi sem náði aftur til ársins 2003 en þykir í dag úrelt. Viðræður um nýjan samning við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og neðri deildanna hafa staðið yfir í marga mánuði en hefur nú verið hætt, aðeins nokkrum dögum áður en keppni hefst á ný í Englandi. Um helgina verður spilað í neðri deildunum og keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst svo um þarnæstu helgi. Svo gæti farið að blaðamenn og ljósmyndarar frá enskum dagblöðum og alþjóðum fréttaveitum eins og Reuters, AP og AFP, fái ekki að starfa á leikjunum. Forráðamenn deildanna vilja setja ákveðin takmörk á umfjöllunina. Til dæmis hversu fljótt viðkomandi miðlar geta birt ljósmyndir úr leiknum á internetinu, auk hvernig beinum lýsingum frá vellinum sé háttað. „Þeir lögðu fram sextán síðna skjal sem fjallar um alls konar takmarkanir. Til dæmis hvenær og hvernig efni er miðlað til áhugamanna um knattspyrnu hér heima og erlendis,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökum fjölmiðlafyrirtækjanna. „Í mörgum tilfellum vilja þeir að notendur greiði sérstaklega fyrir aðgengi að upplýsingum um leikina.“ Forráðamönnum fjölmiðla finnst ekki eðlilegt að takmörk séu sett á umfjöllun þeirra, sérstaklega þar sem að samskiptatækni hefur fleygt fram á undanförnum misserum með tilkomu samskiptasíðna á borð við Twitter og Facebook. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar lenda í útistöðum við knattspyrnuyfirvöld í Englandi. Í fyrra meinaði Southampton ljósmyndurum aðgengi að leikjum sínum. Þess í stað yrðu fjölmiðlar að kaupa ljósmyndir af ljósmyndurum félagsins sem einir fengu að starfa á leikjunum. Þetta tóku fjölmiðlar illa í og brugðu margir á það ráð að birta skopmyndir í stað ljósmynda eða breyta umfjöllun sinni á annan hátt. Forráðamenn Southampton drógu í kjölfarið bannið til baka. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Svo gæti ferið að dagblöð í Englandi og alþjóðlegar fréttaveitur fái ekki að fjalla um enska boltann þar sem að viðræður þeirra við forráðamenn ensku deildanna ganga illa. Skrifandi blaðamenn og ljósmyndarar hafa starfað samkvæmt samkomulagi sem náði aftur til ársins 2003 en þykir í dag úrelt. Viðræður um nýjan samning við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og neðri deildanna hafa staðið yfir í marga mánuði en hefur nú verið hætt, aðeins nokkrum dögum áður en keppni hefst á ný í Englandi. Um helgina verður spilað í neðri deildunum og keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst svo um þarnæstu helgi. Svo gæti farið að blaðamenn og ljósmyndarar frá enskum dagblöðum og alþjóðum fréttaveitum eins og Reuters, AP og AFP, fái ekki að starfa á leikjunum. Forráðamenn deildanna vilja setja ákveðin takmörk á umfjöllunina. Til dæmis hversu fljótt viðkomandi miðlar geta birt ljósmyndir úr leiknum á internetinu, auk hvernig beinum lýsingum frá vellinum sé háttað. „Þeir lögðu fram sextán síðna skjal sem fjallar um alls konar takmarkanir. Til dæmis hvenær og hvernig efni er miðlað til áhugamanna um knattspyrnu hér heima og erlendis,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökum fjölmiðlafyrirtækjanna. „Í mörgum tilfellum vilja þeir að notendur greiði sérstaklega fyrir aðgengi að upplýsingum um leikina.“ Forráðamönnum fjölmiðla finnst ekki eðlilegt að takmörk séu sett á umfjöllun þeirra, sérstaklega þar sem að samskiptatækni hefur fleygt fram á undanförnum misserum með tilkomu samskiptasíðna á borð við Twitter og Facebook. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar lenda í útistöðum við knattspyrnuyfirvöld í Englandi. Í fyrra meinaði Southampton ljósmyndurum aðgengi að leikjum sínum. Þess í stað yrðu fjölmiðlar að kaupa ljósmyndir af ljósmyndurum félagsins sem einir fengu að starfa á leikjunum. Þetta tóku fjölmiðlar illa í og brugðu margir á það ráð að birta skopmyndir í stað ljósmynda eða breyta umfjöllun sinni á annan hátt. Forráðamenn Southampton drógu í kjölfarið bannið til baka.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira