Erlent

Leiðtogi fjölkvænissöfnuðar sakfelldur

Warren Jeffs.
Warren Jeffs. Mynd/AP
Warren Jeffs, leiðtogi sértrúarsöfnuðar sem aðhyllist fjölkvæni, var sakfelldur í Texas í dag, meðal annars fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Enn á eftir að ákvarða refsingu Jeffs, en hann gæti horft fram á lífstíðarfangelsi.

Jeffs var sakaður um fjölkvæni, gróft kynferðisofbeldi og kynferðislega misnotkun á stúlkum undir lögaldri á búgarði sértrúarsafnaðarins. Lögreglan í Texas réðst inn í búgarðinn árið 2008 og fann þar lokað samfélag, þar sem stúlkur undir lögaldri voru greinilega ófrískar. Í kjölfar innrásarinnar tóku yfirvöld í Texas að sér forræði yfir þeim rúmlega fjögurhundruð börnum sem á búgarðinum bjuggu.

Síðan þá hefur verið staðfest að Jeffs er faðir barns sem 15 ára gömul stúlka eignaðist innan safnaðarins, en auk þess hefur hann verið sakaður um að misnota 12 ára gamla stúlku kynferðislega.

Safnaðarleiðtoginn varði mál sitt sjálfur og hélt því fram að hann væri fórnalamb trúarofsókna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×