Enski boltinn

Beðið eftir Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez í leik með Liverpool gegn Manchester United.
Suarez í leik með Liverpool gegn Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann muni geta notað Luis Suarez þegar að liðið mætir Sunderland í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir rúma viku.

Suarez lék með landsliði Úrúgvæ á Copa America í sumar og átti stóran þátt í sigri liðsins á mótinu. Hann hefur verið í fríi síðan þá og mætir fyrst til æfinga í næstu viku.

„Luis mun koma aftur í næstu viku og þá munum við skoða hans mál. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Dalglish við enska fjölmiðla.

„Hann var frábær á Copa America, bæði sem einstaklingur og hluti af liðsheildinni. Við munum ræða við hann þegar hann mætir á æfingu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×